Vilhelm Vilhelmsson - Gestafræðimaður sumarið 2012

Sumarið 2012 verður Vilhelm Vilhelmsson gestafræðimaður í Rannsóknasetrinu á Skagaströnd. Vilhelm leggur setrinu til aðstoð við uppsetningu Bókasafns Halldórs BjarnasonVilhelm Vilhelmssonar en  vinnur fyrst og fremst að doktorsritgerð sinni í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin heitir „Ögun, vald og andóf í íslensku samfélagi á nítjándu öld“ og beinist að valdaafstæðum íslensks nítjándu aldar samfélags þar sem gengið er út  frá því að gerendahæfni einstaklinga í fortíðinni og möguleikar þeirra til að skapa sér rými til sjálfræðis hafi verið meiri en íslensk sagnritun hefur almennt gefið í skyn. Vilhelm beitir sjónarhorni lágt settra til þess að gera grein fyrir hversdagslegum birtingarmyndum þeirra valdaafstæðna og leggur áherslu á að fjölbreytileiki fortíðarinnar hafi verið talsverður sem og svigrúm einstaklinga til að hafa áhrif á eigið líf. Leiðbeinandi Vilhelms er Guðmundur Hálfdánarson, en hann gegnir prófessorsstöðu við Háskóla Íslands sem tengd er nafni Jóns Sigurðssonar.

Sumarið 2013 vann Sean Lawing að rannsóknum sínum hjá Rannsóknasetrinu. Sean er doktorsnemi við  Íslenskudeild Háskóla Íslands og nefnist rannsókn hans "Disfigurement in Old Norse-Icelandic Law and Literature", 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is