Ný grein eftir Marianne og félaga birt í Aquatic Mammals

Hljóð náhvala (Monodon Monoceros) á vetrarsvæðum: suð og há-tíðni smellir

 

Útdráttur

 

Teknir voru upp há-tíðni breiðbandssmellir frá náhvölum (Monodon Monoceros) úti fyrir Uummannaq svæðinu á norðaustur Grænlandi í apríl 2012 og 2013, á meðan hvalirnir voru á vetrarsvæðum sínum í Baffin flóa. Upptökurnar voru gerðar á átta dögum, ofan af brún hafíss eða gegnum göt sem boruð voru í hafís, á 71°N og milli 54° og 60° V. Upptökur voru framkvæmdar með einföldum sjávar-hljóðupptökutækjum (hydrophones) ásamt upptökukerfi með sýnatökutíðni 500 kHz og Acousonde™ 3B með sýnatökutíðni 250 kHz. Kraftur há-tíðni smella náhvalanna náði allt að 200 kHz. Suð með milli-smella-bilum (ICI) niður í 3.2 ms var einnig mælt; þó mældust engin flautuhljóð (whistles). Þetta er í fyrsta sinn sem heil bandvídd af bergmáls-tækni-smellum hefur verið skráð og fyrsta rannsókn þar sem suð frá náhvölum er tekið upp á vetrarsvæðum þeirra. Þessi gögn geta gagnast við verndun, stjórnun og eftirlit með hljóðum og hljóðáhrifum, í ljósi þess að búist er við áframhaldandi og aukningu umhverfishljóða á svæðinu af mannavöldum (ss. af völdum sprenginga og stórskipaumferðar) á Norðurslóðum.

 

Greinina í heild má nálgast hér

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is