Opið hús á Snæfellsnesi

Við hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi munum standa fyrir opnu húsi fimmtudaginn 2. október, á Ráðhúsloftinu Hafnargötu 3 kl 19:00.

 

Starfsemi okkar seinustu ára verður kynnt sem og hugmyndir um framtíðarrannsóknir. Rannóknasetrið var stofnað árið 2006 og frá upphafi hefur æðarfugl verið okkar helsta rannsóknarefni en samhliða því höfum við einnig sinnt talningum og vöktunum á öðrum tegundum á Snæfellsnesi eins og t.d. talningum á álftum, skörfum, rituvöktun og vöktun á botndýralífi Kolgrafafjarðar.


Þessi kvöldstund mun að mestu fjalla um rannsóknir á æðarfugli. Æðarfugl er vinsæl tegund bæði til rannsókna sem og hlunninda og hér á Breiðafirði felast mikil verðmæti í dúntekju. Rannsóknir okkar hafa oft tengst árlegri skráningu æðarbænda á fjölda æðarhreiðra í hverju varpi fyrir sig.

 

Allir eru velkomnir og þá sérstaklega áhugafólk um æðarrækt.

 

Jón Einar Jónsson, Árni Ásgeirsson & Thomas Holm Carlsen

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is