Póstskipið Phönix í International Journal of Nautical Archaeology

Ragnar Edvardsson og Arnar Þór Egilsson birtu nýlega grein um fyrstu niðurstöður neðansjávar-rannsóknarinnar á Póstskipinu Phönix, sem fórst við Snæfellsnes 1881. 

Greinin fjallar um sögu póstskipsins, fornleifaskráningu flaksins á vettvangi og ræðir niðurstöðurnar í samhengi við neðansjávar-fornleifafræði við íslenskar aðstæður og verndun neðansjávarminja við landið.

Rannsóknin á Póstskipinu Phönix markar nokkur tímamót í neðansjávar-fornleifafræði á Íslandi þar sem þetta er í fyrsta skipti sem heilt skipsflak við strendur landsins er fornleifaskráð.

Greinin birtist í tímaritinu International Journal of Nautical Archaeology og hana má nálgast hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is