Rannís styrkir rannsókn á verslun Hollendinga á Íslandi á 17. og 18. öld

Stjórn Rannsóknaráðs Rannís hefur lokið við úthlutun nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2016 og hlaut Rannsóknasetur Háskóla Íslands styrk til verkefnisins “Allen die willen naa Island gaan”, Verslun og hvalveiðar Hollendinga á Íslandi á 17. og 18. öld.

 

Verslunareinokun Dana á Íslandi hafði mikil áhrif á íslenskt samfélag. Hvernig Danir framfylgdu verslunareinokuninni, sérstaklega á fyrstu áratugunum eftir að henni var komið á, er enn illa þekkt. Það er þó ljóst að á þessum tíma voru aðrar Evrópuþjóðir í yfirburðastöðu til að stunda verslun á norður Atlantshafi. Markmið rannsóknarinnar er að skoða útbreiðslu hollenskrar verslunar og hvalveiða á tímum einokunar og hvernig hvalveiðar og verslun Hollendinga höfðu áhrif á íslenskt samfélag.

 

Ragnar Edvardsson sérfræðingur hjá Rannsóknasetri HÍ á Vestfjörðum stýrir verkefninu og aðrir þátttakendur eru Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Gavin Lucas, Joost Schokkenbroek og Nina Lind Jaspers.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is