Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði (áður nefnt Háskólasetrið á Hornafirði) var stofnað 30. nóvember 2001 með samstarfssamningi Háskóla Íslands við Vegagerðina, Sveitarfélagið Hornafjörð, Landsvirkjun, Siglingastofnun og Veðurstofuna.

Tilgangur setursins er að nýta hinar einstöku aðstæður sem fyrir hendi eru á Hornafirði til þess að efla fræðastarf og rannsóknir. Rannsóknasetrið er til húsa í Nýheimum, mennta- og menningarsetri Hornfirðinga.

Meginviðfangsefni setursins eru rannsóknir á sviði landmótunar, loftlagsbreytinga og sambúðar manns og náttúru, auk ýmissa verkefna sem stuðla að auknu samstarfi Háskóla Íslands og heimamanna. Fræði- og vísindamenn dvelja í héraðinu á vegum setursins um lengri eða skemmri tíma, og samhliða ritstörfum og rannsóknum koma þeir að menningu, menntun og þjónustu á svæðinu.

Setrið heyrir undir Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands. Markmið stofnunarinnar er að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Forstöðumaður setursins er dr. Þorvarður Árnason, umhverfis- og náttúrufræðingur.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu setursins.

""

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is