Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi er sjálfstætt starfandi rannsóknasetur Háskóla Íslands, sem einkum er ætlað að efla rannsóknatengda starfsemi á Vesturlandi í samvinnu við innlendar og erlendar vísindastofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Áhersla er lögð á rannsóknir á sérstæðri og alþjóðlega mikilvægri náttúru Breiðafjarðar, Snæfellsness og norðanverðs Faxaflóa.

Setrið hefur aðsetur að Hafnargötu 3 í Stykkishólmi. Það hefur aðgang að aðstöðu Náttúrustofu Vesturlands í ráðhúsi Stykkishólms og er í góðu samstarfi við Náttúrustofuna. Stykkishólmsbær hefur veitt setrinu mikilvægan stuðning og afnot af íbúð til að hýsa gestafræðimenn.

Forstöðumaður er dr. Jón Einar Jónsson.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu setursins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is