Rektor Háskólans á Akureyri heimsækir Rannsóknasetrið

Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri kom í heimsókn í Rannsóknasetrið í febrúar.  Stefán var á ferð á Skagaströnd til að skrifa undir samstarfssamning við líftæknifyrirtækið BioPol sem hýsir einn af starfsmönnum háskólans. Í leiðinni skoðaði Stefán aðstöðu Rannsóknasetursins og bókasafn Halldórs Bjarnasonar, sem er í Rannsóknasetrinu. Lára Magnúsardóttir, forstöðumaður Rannsóknasetursins, tók á móti Stefáni og fleiri gestum og kynnti Rannsóknasetrið fyrir þeim. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is