Sérfræðingar Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands

Forstöðumenn Rannsóknasetra Háskóla Íslands hafa margvísleg sérsvið. Allir eiga sameiginlegt að vera meðal fremstu vísindamanna landsins á sínu sviði.

Dr. Jón Einar Jónsson er dýravistfræðingur og vinnur við rannsóknir á stofnvistræði æðarfugls og dílaskarfs. Jón Einar forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi. Hér má nálgast yfirlit um birtingar á vegum setursins 2011

Dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir er líffræðingur og sinnir einkum rannsóknum í sjávarvistfræði.  Hún er forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Vestfjörðum. Hér má nálgast yfirlit um birtingar á vegum setursins 2011.

Dr. Lára Magnúsardóttir er forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra. Lára er sagnfræðingur og hefur einkum sinnt rannsóknum á réttarfarssögu. Hér má nálgast yfirlit um birtingar á vegum setursins 2011.

Dr. Marianne Helene Rasmussen er forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík. Hún er líffræðingur og rannsakar sjávarspendýr, einkum hvali. Hér má nálgast yfirlit um birtingar á vegum setursins 2011.

Dr. Þorvarður Árnason er forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði. Þorvarður er náttúru- og umhverfisfræðingur. Hér má nálgast yfirlit um birtingar á vegum setursins 2011.

Dr. Tómas Grétar Gunnarsson er forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi.  Tómas er vistfræðingur og sinnir einkum rannsóknum á stofnvistfræði. Hér má nálgast yfirlit um birtingar á vegum setursins 2011.

Dr. Halldór Pálmar Halldórsson er forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum.  Halldór er sjávarliffræðingur. Helstu verkefni hans tengjast eiturefnavistfræði.  Hér má nálgast yfirlit um birtingar á vegum setursins 2011.

Forstöðumenn rannsóknasetra HÍ ásamt forstöðumanni Stofnunar rannsóknasetra HÍ, Sæunni Stefánsdóttur, Birnu Gunnarsdóttur, og rektor Háskóla Íslands, Jóni Atla Benediktssyni

Neðri röð frá vinstri: Marinne Rasmussen, Sæunn Stefánsdóttir, Unnur Birna Karlsdóttir, Lára Magnúsardóttir, Jón Atli Bendiktsson. Efri röð frá hægri: Birna Gunnarsdóttir, Þorvarður Árnason, Tómas G. Gunnarsson, Jón Einar Jónsson og Halldór Pálmar Halldórsson. Myndin var tekin á ársfundi Stofnunar rannsóknasetra HÍ sem haldinn var í Stykkishólmi vorið 2016.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is