Aldís Erna Pálsdóttir

Aldís Erna Pálsdóttir, mastersnemi.  Afrán í æðarvörpum á Breiðafirði.

Verkefnið er samstarfsverkefni með Náttúrustofu Vesturlands og landeigendum Selláturs, Þorvaldseyjar, Gimbureyjar, Lynghólma og Landeyjar. Verkefnið er meistaraprófsverkefni við Háskóla Íslands.

Æðarfugl er sú fuglategund við Ísland sem mesta vernd hefur hlotið frá manninum um aldir og enn þann dag í dag enda eru verðmæti æðarfugls mikil. Afdrif og lífslíkur fuglana eru áhugaverð viðfangsefni sem og afrán á æður. Afrán virðist vera misjafnt eftir svæðum og reyna æðarbændum oft að verja vörp sín við afráni.

Gagnasöfnun hófst sumarið 2014 og var endurtekin að hluta sumarið 2015. Aldís varði ritgerð sína við HÍ janúar 2016 og hóf störf sem doktorsnemi við Rannsóknasetrið á Suðurlandi um haustið.

Aldís hélt erindi um verkefnið á Líffræðiráðstefnunni 2015 og um það segir í útdrætti:

Afrán á hreiður andfugla er einn mest takmarkandi þátturinn þegar kemur að ákvörðun stofnstærðar. Afrán á æðarfugl er mest á egg hans og unga. Meðal þess sem hefur áhrif á líkur á afráni er dagsetning varps. Einstaklingsbreytileiki í varptíma æðarfugls er mikill, fyrstu kollurnar verpa snemma í maí en þær seinustu í byrjun júli. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort líkur á afráni á hreiður tengdust varptíma æðarfuglsins.

Rannsóknin var framkvæmd í fimm eyjum í Breiðafirði sumarið 2014. Hvert hreiður var heimsótt tvisvar, í upphafi varps og þegar því var lokið. Varptími var fenginn með vatnsprófi á eggjum og hvort afrán hefði átt sér stað var metið eftir ástandi egghimna.

Líkur á afráni á hreiður eru meiri því fyrr sem æðarkollan verpir. Langmest afrán var á kollur sem verptu fyrstar. Afránið fór minnkandi eftir því sem leið á varptíman og var minnst á seinustu hreiðrin.

Líklega er afrán meira á fyrstu hreiðrin því þau eru berskjaldaðari þar sem varpið er mjög strjált í upphafi og líkur á afráni á hvert hreiður hlutfallslega meiri, auk þess sem ákveðin vernd hlýst af nærliggjandi kollum. Einnig gæti ástæðan verið að seinni hluti varptíma æðarfugls skarast við varptíma sílamáfs sem þykir líklegur afræningi.

Meðalvarptími æðarfugls getur verið breytilegur milli ára en hnattræn hlýnun hefur þó valdið því að varp hefst fyrr á vorin, bæði á Íslandi sem og erlendis. Þetta getur haft áhrif á samspil æðarfugls og afræningja og valdið því að afrán aukist.

Fyrirlestrar / Lectures:

Aldís Erna Pálsdóttir, Jón Einar Jónsson, Róbert Arnar Stefánsson, Árni Ásgeirsson. 2015.Áhrif varptíma æðarfugls á tíðni afráns hreiðra. Líffræðiráðstefnan, Reykjavík 5. til 7. Nóvember.

Veggspjöld / Posters:

Aldís Erna Pálsdóttir, Jón Einar Jónsson, Róbert A. Stefánsson & Árni Ásgeirsson 2016. Factors affecting nest predation in common eider. EcoIce, the annual conference of the Icelandic Ecological Society, Reykjavík 4 March.

Aldís Erna Pálsdóttir, Jón Einar Jónsson, Róbert A. Stefánsson & Árni Ásgeirsson 2016. Factors affecting nest predation in common eider. Nordic OIKOS Convention. Turku, Finland, 2-4 February.

 

Árni Ásgeirsson, Aldís Erna Pálsdóttir & Jón Einar Jónsson. 2015. Notkun hreiðurmyndavéla við æðarhreiður sumrin 2014 og 2015. Líffræðiráðstefnan, Reykjavík 5. til 7. Nóvember.

 

Curriculum vitae of Aldís Erna Pálsdóttir:

Education:

2013-present        Masters student in biology, University of Iceland.
2012                    TOEFL test: Score 109/120
2010-2013            B.Sc. in biology at the University of Iceland
2006-2010            Menntaskólinn í Reykjavík graduate (secondary school)

Job experience:

Summer 2003-2005     Smyrlabjörg country hotel as a maid, waitress, bartender and in food preparation
Summer 2006             Secretary at Augnlæknastöðin (opthalmologists)
2007                          Employe at IKEA with school
Summer 2008-2009    Smyrlabjörg country hotel.
Summer 2011            Bird population research at Náttúrufræðistofnun Íslands
Summer 2012            Secretary at Augnlæknastöðin (opthalmologists)

Social experience:

2014-2015    On the board for Young Environmentalists (UU) in Iceland
2011-2012    Secretary of HAXI(organization of biology students)
 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is