Almennt um kríu

Krían Sterna paradisaea er sjófugl af þernuætt og verpur norðlægum breiddargráðum allt í kring um norðurheimsskautið. Á varptíma gera kríur sér hreiður oft í þéttum afmörkuðum vörpum sem finna má allt í kringum Ísland, einkum með ströndum en einnig inn til lands.

Þegar sumar er á norðurhveli dvelur krían um 3-4 mánuði á varpslóð en að loknu varpi heldur hún alla leið til Suðurskautsins. Farflug kríunnar er eitt lengsta far sem þekkist meðal dýra, um 30-40.000 km á ári sem er u.þ.b. sama vegalengd og umhverfis jörðina. Krían er langlífur fugl líkt og flestir sjófuglar en elsta endurheimta á Bretlandi var tæplega þrítug kría.

Heimildir:

1  Guðmundur A. Guðumundsson. 1996. Ferðir kríunnar heimskautanna á milli. Bliki 17:24-26.
2  BTO (British Trust of Ornithology)

Ýtarefni:

Um kríuna á Wikipedia
Um kríuna á fuglavef námsgagnastofnunar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is