Árni Ásgeirsson

Árni Ásgeirsson hóf störf sumarið 2011.  Hann vinnur við rannsóknir á sjófuglum, einkum mávum og lunda. Árni hóf feril sinn við rannsóknasetriðsem BS nemi sumarið 2010 og fjallaði ritgerð hans um Varpvistfræði Lunda á Breiðafirði. Árni útskrifaðist úr líffræði vorið 2011 og hóf störf þá um sumarið.

Árni vann einnig verkefni um lundaeftirhermur í samstarfi við grunnskólann í Stykkishólmi.  Nemendur í smíðum gerðu trélunda sem settir voru í nokkrar eyjar við Stykkishólm til að laða að unga lunda í leit að hreiðurstæði. Slík verkefni taka mörg ár en ummerki um holugröft nærri trélundunum sáust sumarið 2012.

Sumarið 2012 rannsakaði Árni tengsl milli lita á grásleppunetum og drukknunar sjófugla í netum.  Verkefnið var styrkt af AVS rannsóknastjóði í sjávarútvegi.

Árni starfaði við æðarmerkingar 2014-2017 og sá m.a. um gagnasettin um merkta fugla og fugla merkta með hnattstöðuritum. Þá var Árni umsjónarmaður með tækjabúnaði rannsóknasetursins auk þess að taka þátt í flest öllum rannsóknaverkefnum.

Árni réði sig til Fjölbrautaskóla Snæfellinga haustið 2018.

 

Ritverk:

Árni Ásgeirsson & Jón Einar Jónsson. 2017. Kofnatekja og heyskapur í Breiðafirði 1900-1930.  Breiðfirðingur 65: 60-64.

 

Jón Einar Jónsson, Þórður Örn Kristjánsson, Árni Ásgeirsson & Tómas G. Gunnarsson. 2015. Breytingar á fjölda æðarhreiðra á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 85: 141–152.

Jón Einar Jónsson og Árni Ásgeirsson. 2015. Ekki færri en 20 tuttugu þúsund kollur verpa í Breiðafirði. Breiðfirðingur 63:131-133.

Árni Ásgeirsson 2012. Hefur litur grásleppuneta áhrif á drukknun fugla? Lokaskýrsla til AVS rannsóknasjóðs, 1. Desember 2012, 6 bls.

Árni Ásgeirsson. 2011. Breytingar og færsla lunda á suðursvæði Breiðafjarðar. Fuglar 8: 44-46.

Árni Ásgeirsson. 2011. Varpvistfræði lunda á Breiðafirði. BS thesis project, 10 ECTS, School of Life and Environmental Sciences, University of Iceland.

Fyrirlestrar:

Jón Einar Jónsson & Árni Ásgeirsson 2017. Are effects of fox and mink detectable in eider nest counts? Biannual Conference on Biology in Iceland, Reykjavík, 26 – 28 October.

Jón Einar Jónsson, Árni Ásgeirsson & Ellen Magnúsdóttir. 2017. Nest site selection in Icelandic Common Eider. Sixth International Seaduck Conference. San Fransisco, California, 6-9 February.

Árni Ásgeirsson, Aldís Erna Pálsdóttir. 2015. Notkun hreiðurmyndavéla við æðarhreiður sumrin 2014 og 2015. Ársfundur Æðarræktarfélags Íslands, Hótel Sögu, 7. Nóvember 2015.

Árni Ásgeirsson og Thomas Holm Carlsen. 2015. Rannsóknir á eiginleikum æðardúns. Ársfundur Æðarræktarfélags Íslands, Hótel Sögu, 7. Nóvember 2015.

Jón Einar Jónsson & Árni Ásgeirsson. 2015. Æðarkolludauðinn í Rifi 2014-2015. Líffræðiráðstefnan, Reykjavík 5. til 7. Nóvember.

Jón Einar Jónsson & Árni Ásgeirsson. 2015. Merkingar á æðarfugli. Ársfundur Æðarræktarfélags Íslands, Hótel Sögu, 7. Nóvember 2015.

Aldís Erna Pálsdóttir, Jón Einar Jónsson, Róbert Arnar Stefánsson, Árni Ásgeirsson. 2015.Áhrif varptíma æðarfugls á tíðni afráns hreiðra. Líffræðiráðstefnan, Reykjavík 5. til 7. Nóvember.

Veggspjöld:

Aldís Erna Pálsdóttir, Jón Einar Jónsson, Róbert A. Stefánsson & Árni Ásgeirsson 2016. Factors affecting nest predation in common eider. EcoIce, the annual conference of the Icelandic Ecological Society, Reykjavík 4 March.

Aldís Erna Pálsdóttir, Jón Einar Jónsson, Róbert A. Stefánsson & Árni Ásgeirsson 2016. Factors affecting nest predation in common eider. Nordic OIKOS Convention. Turku, Finland, 2-4 February.

Árni Ásgeirsson & Jón Einar Jónsson. 2015. Merkingar á æðarfugli á sjö stöðum á sunnanverðum Breiðafirði. Líffræðiráðstefnan, Reykjavík 5. til 7. Nóvember.

Árni Ásgeirsson, Aldís Erna Pálsdóttir & Jón Einar Jónsson. 2015. Notkun hreiðurmyndavéla við æðarhreiður sumrin 2014 og 2015. Líffræðiráðstefnan, Reykjavík 5. til 7. Nóvember.

Árni Ásgeirsson & Jón Einar Jónsson. 2015. Breytingar á varpi æðarfugls eftir landnám minks í Brokey. Líffræðiráðstefnan, Reykjavík 5. til 7. Nóvember.

Valtýr Sigurðsson, Róbert A. Stefánsson, Jón Einar Jónsson, Árni Ásgeirsson & Jörundur Svavarsson. 2014. Áhrif síldardauða á botndýralíf í Kolgrafafirði. Vistís, Ráðstefna Vistfræðifélags Íslands. Reykjavík, 2. Apríl.

Árni Ásgeirsson, Róbert A. Stefánsson & Jón Einar Jónsson. 2013. Hreiðurfjöldi og ábúð ritu í Hvítabjarnarey á Breiðafirði og í fjórum vörpum á utanverðu Snæfellsnesi. Líffræðiráðstefnan 2013. Reykjavík 8.-9. nóvember.

Valtýr Sigurðsson, Róbert A. Stefánsson, Jón Einar Jónsson, Árni Ásgeirsson & Jörundur Svavarsson. 2013. Áhrif síldardauða á botndýralíf í Kolgrafafirði. Líffræðiráðstefnan, Reykjavík, 8.-9. nóvember.

Lundaeftirhermur

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is