Elisabeth Knudsen

Elisabeth Knudsen mastersnemi hóf stórf haustið 2017 en varði ritgerð sína vorið 2019. Hún er frá Þórshöfn í Færeyjum.

Auk þess að starfa við rannsóknir á erfðaefni æðarfugls, tók Elisabeth virkan þátt í æðarrannsóknum, bæði í Breiðafirði og Færeyjum.

Verkefnislýsing:

Skipting í deilitegundir byggir á breytileika í útliti og landfræðilegum aðskilnaði milli æðarstofna. Staða Íslands í þessari skiptingu er óljós. Íslenskir æðarfuglar eru oftast flokkaðir sem ameríska undirtegundin S.m. borealis, fremur en Evrópska S.m. mollissima eða jafnvel sem sérstök undirtegund, S.m. islandica en fyrirliggjandi upplýsingar hafa ekki dugað til að skera úr þessu (Jón Einar Jónsson o. fl. 2009, Náttúrufræðingurinn 78: 46–56). Tekin voru fjaðrasýni við merkingar á æðarkollum sumurin 2017 og 2018, í Breiðafirði og í Kirkjubøhólm í Færeyjum. Erfðaefni er unnið af fjöðurstafnum og sýnin staðsett á erfðatré (haplotype network) æðarfugls á heimsvísu. Reynist íslensku fuglarnir vera einstofna hópur (monophyletic group) má færa sterk rök fyrir sérstakri deilitegund.

Leiðbeinendur voru Snæbjörn Pálsson og Jón Einar Jónsson
                            
                            

                           
                            
                            
                            
                            
                            
                            
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is