Ellen Magnúsdóttir

Ellen Magnúsdóttir líffræðingur starfar við æðarmerkingar á sumrin (síðan 2015). Undanfarna vetur hefur hún verið líffræðikennari við menntaskólann í Reykjavík.

Ellen kom fyrst 2011 og sinnti verkefnum fyrir Vör Sjávarrannsóknasetur við Breiðafjörð, Þjóðgarðinn Snæfellsjökull og Rannsóknasetrið.  Ellen sinnti kríurannsóknum fyrir Rannsóknasetrið og fuglarannsóknum fyrir Þjóðgarðinn, sem snúa að vöktunaráætlun Þjóðgarðsins. Þá sinnti hún sýnatökum fyrir Vör.

Ellen varði mastersritgerð sína um farleiðir skúma 2012 frá Háskóla Íslands en verkefnið var samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunnar Íslands og aðila í Noregi og Bretlandi. Hún hefur starfað með Fuglavernd (2013-2015) og Náttúrustofu Norðausturlands (2012). Hún kenndi við Borgarholtsskóla veturinn 2015-2016 og svo við menntaskólann í Reykjavík frá og með haustinu 2016.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is