Fréttir í fjölmiðlum árið 2014

 

Ríkisútvarpið 5. nóvember 2014:

"Ástand sjófuglastofna við Vesturland er afar slæmt eftir nær linnulausan ætisskort síðasta áratug. Jón Einar Jónsson dýravistfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, segir í samtali við Skessuhorn að eftir áratug af litlu æti og mislukkuðu varpi sé nýliðun lítil eða nánast engin hjá þeim tegundum sem lifa á sandsíli. Skessuhorn birtir úttekt á ástandi fuglastofna á Vesturlandi í blaðinu í dag. Tegundirnar sem um ræðir séu rita og kría auk svartfuglategundanna álku, langvíu, teistu, stuttnefju og lunda. Líffræðingar sem stunda fuglarannsóknir horfa fram á að sumar tegundir sjófugla hverfi nánast alveg innan fárra áratuga fari ástandið ekki að batna."

Upphaflega fréttin er var í Skessuhorni, sem tók viðtal við Jón Einar Jónsson, en það var Magnús Þór Hafsteinsson sem heimsótti Rannsóknasetrið. Áhugi Skessuhorns kviknaði í kjölfar þess að frétt frá Náttúrustofu Norðausturlands var deilt á Facebook síðu Rannsóknasetursins, en staða sjófugla á Norðausturlandi er sömuleiðis mjög slæm.

Frá undirritun samnings um stóra planið

Sumarið:

Í maí og júní bárust fréttir af fugladauða í Rifi og Fróðárós.  Fjallað var um málið m.a. á RÚV, Skessuhorni,  auk Reykjavík Grapevine.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is