Fyrrum starfsmenn

Sjá sérstakar undirsíður til vinstri með fyrrum lengri tíma starfsmönnum

 

Sumarstarfsmenn

Sumarstarfsmenn hafa yfirleitt verið verkefnaráðnir eða ráðnir með styrkjum frá Nýsköpunarsjóði námsmanna, AVS eða Vinnumálastofnun.  Erlendir sumarstarsmenn hafa komið sem sjálfboðaliðar eða á styrkjum frá sínum heima stofnunum. Erlendu nemarnir hafa komið frá Færeyjum, Frakklandi, Kanada, Bretlandi og Ítalíu. Íslendingarnir hafa sumir verið úr Stykkishólmi eða af Suðvesturhorninu.

Elisabeth Knudsen frá Færeyjum starfaði við æðarmerkingar sumurin 2018 og 2019. Hún var mastersnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ 2017-2019, leiðbeinendur voru Jón Einar Jónsson og Snæbjörn Pálsson.

Gilles Chen frá Frakklandi gerði mastersritgerð um þekkingarheim æðarbænda við Paris-Saclay Háskóla, en leiðbeinendur voru Dr. Douglas Nakashima og Jón Einar Jónsson. Gilles tók viðtöl við 20 æðarbændur um allt land og varði ritgerð sína í París í september.

Ettore Camerlenghi, BS nemi í líffræði við Háskólann í Bologna, dvaldi hér við rannsóknir á sameiginlegum varpstað æðarkollna og sílamáfa í Landey í maí og júní 2012.

Smári Baldursson, BS nemi í líffræði við Háskóla Íslands, vann við  tilraunaveiðar á marflóm sumarið 2012.

Arnór Þrastarson, BS nemi í líffræði við Háskóla Íslands, vann verkefni um Fuglalíf á Snæfellsnesi og Í Dölum sumarið 2011.  Verkefnið safnaði upplýsingum sem nýtast munu fuglaskoðurum og ferðaþjónustuaðilum. Um var að ræða samstarfsverkefni með Náttúrustofu Vesturlands. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vaxtarsamningi Vesturlands. Verkefnið var m.a. kynnt á Líffræðiráðstefnunni 2011.

Steinunn Guðmundsdóttir, BS nemi í líffræði við Háskóla Íslands, vann við kríurannsóknir sumarið 2010.  Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hét "Krían Sterna paradisaea sem vísitegund á ástand sjávar. Fæða og framleiðni kría á Snæfellsnesi".

Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir, nemi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, vann tilraunaverkefni um tilraunaveiðar á marhnúti, sprettfiski, marflóm og kræklingi sumarið 2010. Starf Guðbjargar var styrkt af AVS sjóðnum en styrkurinn var fenginn í samstarfi Rannsóknasetursins og Varar Sjávarrannóknarseturs við Breiðafjörð.

Árni Ásgeirsson, BS nemi í líffræði við Háskóla Íslands, gerði BS verkefni sitt um lunda sumarið 2010. Verkefnið var styrkt af Nýskpöunarsjóði Námsmanna.

Christine Chicoine, B.s. nemi í líffræði

Kanadískur BS nemi, Christine Chicoine, starfaði við setrið í maí og júní 2009 og tók þátt í rannsóknarvinnu með starfsmönnum þess, m.a. á æðarfugli. Christine kom sem hluti af nýhöfnu rannsóknarsamstarfi Háskólasetursins við Magella Guillemette, sem er prófessor við Rimouski Háskóla í Quebec, Kanada. Guillemette er einn af fremstu sérfræðingum heims í atferli og lífeðlisfræði æðarfugls og hefur rannsakað tegundina áður í Danmörku og Norður Ameríku.

Karen Jordan, Umhverfis líffræðingur

Karen er með B.Sc. gráðu í umhverfis líffræði frá Háskólanum í Wales, Aberystwyth, Bretlandi. Karen aðstoðaði Freydísi Vigfúsdóttur við vettvangsrannsóknir á kríunni í júní og júlí 2009.

Hákon Ásgeirsson, nemi í náttúru- og umhverfisfræði

Sumarið 2009 var Hákon Ásgeirsson landvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli ásamt því að vinna að B.S. verkefni hjá Háskólasetri Snæfellsness sem hluta af námi sínu í náttúru- og umhverfisfræði.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is