Helgi Guðjónsson

Helgi Guðjónsson var mastersnemi við Háskóla Íslands 2011-2014.
Hann rannsakaði varpvistfræði grágæsa. Helgi varði ritgerð sína í maí 2014 og birti niðurstöðurnar í Bird Study 2015.

Leiðbeinendur voru Jón Einar Jónsson og Tómas Grétar Gunnarsson.  Verkefnið var samstarfsverkefni með Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi. Veiðikortasjóður styrkti verkefnið til þriggja ára.

Lýsing á verkefninu

Árlega eru skotnar um 40 þúsund grágæsir hérlendis úr stofni sem telur aðeins um 110 þúsund fugla fyrri hluta vetrar. Þrátt fyrir mikið veiðiálag virðist stofninn ekki fara minnkandi. Mögulegt er að stofninn standi undir þessari miklu veiði með mikilli ungaframleiðslu. Varpvistfræði tegundarinnar hérlendis er þó nær óþekkt en slíkur grunnur er nauðsynlegur til að stuðla að farsælli nýtingu og vernd.  Það er ljóst að stofn af þeirri stærð ber ekki slíka veiði til lengdar nema varpárangur sé góður og búsvæði til að standa undir varpinu séu varðveitt. 

Auðséð er að verulegir hagsmunir eru af því að gæsastofnar dafni vel. Ljóst er að ábyrg nýting slíkra hlunninda verður að taka mið af stofnstærðum og  vistfræði tegundanna. Ekki má ganga of nærri stofninum með veiðum en jafnframt ætti áframhaldandi nýting að vera tryggð eins og kostur er. Fyrsta skrefið er að greina uppsprettuna svo hana megi varðveita, þ.e. vita hversu mikið verður til að fuglum og hvaða svæði framleiða mest af ungum. 

Markmið verkefnisins er að bera saman breytileika í varpárangri (varptíma, fjölda eggja og fjölda uppkominna unga) milli mismunandi búsvæða og landshluta til að greina við hvernig aðstæður grágæsir framleiða mest. Gafnaöflun hófst sumarið 2012 og mun ljúka 2013. Mældir verða þættir sem tengjast framleiðni með því að skoða hreiður (m.a varptími, urpt, eggjastærð) og telja unga (m.a fjöldi unga á par og fjöldi fullorðinnaa án unga o.fl.).
 

Menntun
·         2014 MS í Líffræði , Háskóli Íslands
·         2011 BS í Líffræði , Háskóli Íslands
·         2007 Stúdentspróf , Menntaskólinn í Reykjavík, Náttúrufræðibraut II
·         2003 Grunnskólapróf , Valhúsaskóli
 Akademísk störf
·         2012-2014 Meistaranemi                                                  Háskóli Íslands
·         2011 sumarstarf, rannsóknarmaður                           Landgræðsla Ríkisins
·         2010 sumarstarf, rannsóknarmaður                           Landgræðsla Ríkisins
·         2009 sumarstarf, rannsóknarmaður                           Selasetur Íslands

 

Ritaskrá
Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Helgi Guðjónsson (2011) Þróun aðferða við mat og viðgerðir á landi eftir akstur utan vega. Verkefni fyrir nýsköpunarsjóð námsmanna. Verkefnið var valið sem eitt af sex öndvegisverkefnum sem tilnefnd voru til Nýsköpunarverðlauna Forseta Íslands
 
 

Fyrirlestrar / Lectures:

Helgi Guðjónsson, Jón Einar Jónsson, Halldór W. Stefánsson & Tómas G. Gunnarsson. 2014. Correlates of large-scale variation in breeding output of Greylag geese in Iceland. Nordic OIKOS Convention. Stockholm, Sweden, 3-6 February.

Veggspjöld / Posters:

Helgi Guðjónsson, Jón Einar Jónsson, Halldór W. Stefánsson & Tómas Grétar Gunnarsson. 2013. Mynstur í framleiðni grágæsa á landsmælikvarða á Íslandi. Líffræðiráðstefnan 2013. Reykjavík 8.-9. nóvember.

Helgi Guðjónsson, Jón Einar Jónsson, Halldór W. Stefánsson & Tómas G. Gunnarsson. 2012. Mynstur í framleiðni grágæsa á landsmælikvarða á Íslandi. Haustráðstefna Vistfræðifélags íslands. Reykjavík, 17. nóvember.

 

Helgi (til hægri) við mælingar í Þormóðsey ásamt Árna Ásgeirssyni.

Arni-left-helgi-right

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is