Hlutverk og starfsemi

Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi er sjálfstætt starfandi rannsóknasetur en er engu að síður hluti af Háskóla Íslands.  Setrinu er einkum ætlað að efla rannsóknatengda starfsemi á Vesturlandi í samvinnu við innlendar og erlendar vísindastofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Áhersla er lögð á rannsóknir á sérstæðri og alþjóðlega mikilvægri náttúru Breiðafjarðar, Snæfellsness og norðanverðs Faxaflóa. Rannsóknasetrið er staðsett í Stykkishólmi á norðanverðu Snæfellsnesi.

Rannsóknasetrið hefur mest sinnt fuglarannsóknum og er þá einkum horft til lífrikis Breiðafjarðar og Snæfellsness. Starfsmenn sinna einnig kennslu við HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ). Rannsóknasetrið fær fjármagn sitt frá Háskóla Íslands, fjárveitingu gegnum Menntamálaráðuneyti og sækir styrkfé úr opnum sjóðum heima og erlendis. RANNÍS, NordForsk Framleiðnisjóður Landbúnaðarins, Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Æðarræktarfélag Íslands eru meðal þeirra sem hafa styrkt rannsóknir á vegum setursins.

Rannsóknasetrið var í stóru hlutverki þegar fimmta sjóandaráðstefnan (Fifth international Seaduck Conference) var haldin í Reykjavík í september 2014.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nemendur í fuglafræði við HÍ í vettvangsferð á Snæfellsnesi 2006.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is