Merktar æðarkollur í Rifi

Æðarvarpið í Rifi

Í Rifi, Snæfellsbæ er æðarvarp sem nýtt er til æðardúntekju. Þar eru æðarkollur á hreiðrum frá byrjun maí og fram í júlí.

Æðarvarpið samanstendur af tveimur hólmum úti í einni tjörninni (2.35 ha in að flatarmáli, 0.5 km frá strönd Breiðafjarðar; 64°55'14'' N; 23°49'23'' W). Varpið hófst 1972 fyrir tilstilli Smára J. Lúðvíkssonar og Sævars Friðþjófssonar. Æðarkollur sáust vor hvert í Rifi fyrir 1970, án þess að reyna rif-rokvarp. Þær eru eina fuglategundin sem verpur í hólmana, ef undan skilin eru eitt til fimm pör af hettumáf (Larus ridibundus). Þrátt fyrir að hólmarnir hafi verið gerðir af mönnum, eru æðarkollurnar í þessari rannsókn villtar og frjálsar. Gamli hólminn (grjóthólminn, til vinstri á mynd) var 15 m2 1972-1975 en var smám saman aukin í 120 m2 árið 1987 þegar meira grjóti var bætt við. Nýrri hólminn (til hægri á mynd til hægri), sem er 600 m2, bættist við árið 1990, hann er 40 metra frá gamla hólmanum, en þá var grafinn 7-10 m breiður skurður sem skildi að lítið nes frá landinu umhverfis tjörnina (sjá nánar e. Árna Snæbjörnsson 2001, Freyr 8/2001 og Bændablaðið 27. maí 2008).

Smári hefur talið öll hreiður árlega síðan 1972, og hóf svo fótmerkingar á æðarkollum árið 1993. Kollurnar rif-smarivoru handsamaðar með snörustöng (sjá mynd til vinstri), og því merktar sem fullorðnar kollur á hreiðri. Samtals 627 kollur voru merktar árin 1993-2008. Engir ungar eða ókynþroska fuglar (1-2 ára) voru merktir [Í Finnlandi var endurheimtuhlutfall æðarkollna merktir sem ungar 3.5%, eða 3.5 af 100 merktum ungum  endurheimtust sem fullorðnir, skv. Hario og Rintala í Ornis Fennica 2009]. Á meðan rannsókn stóð voru aðeins 14 kollur tilkynntar endurheimtar sem dauðar, sem kemur ekki óvart því æðarfugl er friðaður fyrir skotveiði á Íslandi.

 

Samstarfið við Rannsóknasetrið

 

Smári og Auður Alexandersdóttir kona hans hafa reynst Rannsóknasetrinu ötulir liðsmenn síðan 2007.  Þórður Örn Kristjánsson hefur unnið doktorsverkefni sitt í Rifi, og þá hafa Smári og Jón Einar Jónsson unnið saman að úrvinnslu og greiningu merkingargagna, ásamt því að prófa litmerki á fætur sumurin 2011 og 2012. Grein birtist um merkingarnar í Rifi í Ornis Fennica árið 2013.

Christine Chicoine vann í Rifi sumarið 2009. Hún fylgdist m.a. við truflun kollana við áreiti. Það var nánast sama á hverju gekk, þrátt fyrir umferð stórra bíla, reiðhjólamanna og annarra sátu æðarkollurnar í Rifi pollrólegar á sínum hreiðrum.

Menn að vinnu: Þórður Örn leitar í hreiðri en Grant Gilchrist frá Environment Canada (til vinstri) fylgist með. Myndin er tekin vorið 2010.

dotti-grant

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is