Rannsóknir

Við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir með áherslu á náttúru Breiðafjarðar og Snæfellsness.

 

Umhverfi og fuglalíf á Snæfellsnesi mótast mikið af nálægð við sjóinn. Sjófuglavörp eru mörg og af ýmsum stærðum, allt frá fáeinum pörum á stangli upp í eitt stærsta fuglabjarg heims, Látrabjarg við norðanverðan Breiðafjörð. Það liggur því beint við að Rannsóknasetur Snæfellsness stundi rannsóknir á sjófuglum.

 

Rannsóknir á vegum setursins snúast einkum um stofn- og varpvistfræði.  Æðarfugl hefur verið aðalviðfangsefni rannsóknasetursins, enda æðarvörp hvergi fleiri en við Breiðafjörð.

Veljið tengil hér til hliðar til að fá nánari upplýsingar um viðkomandi rannsóknir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is