Rannsóknir á hörpudisk

Veiðar á hörpudiski voru, þar til nýlega, mikilvæg undirstaða atvinnulífs á svæðinu en vegna hruns í stofninum hafa veiðar verið bannaðar síðan 2003. Óvissa ríkti um ástæður hrunsins, framtíðarhorfur stofnsins og veiða. Rannsóknasetrið, í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands, vann úttekt á fyrirliggjandi gögnum um stöðu þekkingar og ástæður hrunsins og hver væru æskileg næstu skref í rannsóknum. Sérfræðingur frá Háskóla Íslands var fenginn til verksins.

Greinargerðina má skoða með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is