Um Rannsóknasetrið

 

Fjallað er um starfsfólk Rannsóknasetursins hér

Fjallað er um helstu verkefni Rannsóknasetursins hér

Til vinstri eru linkar á síður þar sem fjallað er um sögu Rannsóknasetursins.

Rannsóknasetur Snæfellsness heyrir undir Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands. Þar segir m.a. "Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsókna- og þjónustustofnun sem heyrir undir Háskólaráð. Stofnunin byggist á rannsóknasetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni sem eru faglega sjálfstæðar einingar. Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Markmið stofnunarinnar er enn fremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf."

Rannsóknasetur Snæfellsness er til húsa að Hafnargötu 3 í Stykkishólmi en hefur auk þess aðgang að rannsóknastofum fyrir grófvinnu og sameindalíffræði hjá Náttúrustofu Vesturlands. Stofnanirnar nýta saman tæki og aðstöðu, auk þess að vinna saman að vetrarfuglatalningum, vöktun ritustofnsins á Snæfellsnesi og lífríkis Kolgrafafjarðar

Stykkishólmsbær hefur veitt setrinu mikilvægan stuðning.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is