Ute Stenkewitz

Ute Stenkewitz hóf störf 1. Nóvember 2018. Ute er frá Þýskalandi en hefur búið á Íslandi síðan 2010.

Ute starfaði við rjúpnarannsóknir á Náttúrufræðistofnun undanfarin ár og vann þar doktorsritgerð sína (2017) um Sníkjudýr og stofnbreytingar rjúpunnar á Íslandi (Parasites and population change of rock ptarmigan in Iceland). Leiðbeinandi hennar var Ólafur K. Nielsen vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, en hann hefur um árabil sinnt vöktun rjúpnastofnsins og rannsóknir á vistfræði hans og veiðiþoli.

Undanfarið ár hefur Ute verið sjálfstætt starfandi og m.a. rannsakað áhrif loftslagsbreytinga á rjúpnastofninn. Áhugasvið Ute eru einkum rannsóknir á stofnvistfræði, þ.m.t. fæðuval, líkamsástand og lífeðlisfræði. Ute heldur úti heimasíðu https://www.utes.is/ um rannsóknir sínar og önnur áhugamál.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is