Valtýr Sigurðsson

Valtýr Sigurðsson líffræðingur var mastersnemi við Háskóla Íslands 2012-2015.  Hann varði mastersritgerð sína í maí 2015.  Valtýr réði sig svo til Biopol á Skagaströnd í júní í 2015.

Hann rannsakaði áhrif síldardauða á marflær, botndýr og fjörulíf í Breiðafirði.

Ritgerðin er aðgengileg á Skemmunni

Leiðbeinendur Valtýs voru Jón Einar Jónsson, Erla Björk Örnólfsdóttir, Guðmundur Víðir Helgason og Róbert A. Stefánsson. Verkefnið hófst sem samstarfsverkefni Rannsóknasetursins með Vör Sjávarrannsóknasetri við Breiðafjörð. Í kjölfar síldardauðans í Kolgrafafirði veturinn 2012-2013 var sýnatökum beint þangað sumarið 2013 og tekin sýni úr fjöru og af botndýrum á svæðinu, í samstarfi við Jörund Svavarsson prófessor við HÍ og við Náttúrustofu Vesturlands.

Þá veitti Símon Sturluson verkefninu ómetanlega aðstoð.

valtyr

Markmið rannsóknarinnar við Stykkishólm:

Marflær voru veiddar í gildrur á þremur sýnatökustöðvum.  Stöðvarnar eru við Lyngey þar sem síld var sleppt 2011, Lundaklett þar síld var sleppt 2019 og Skoreyjar. Skoreyjar eru taldar ómengaðar af þessum völdum en Lundaklettur ætti að vera þarna mitt á milli varðandi lífræna mengun af völdum dauðu síldarinnar.

Kort af svæðinu við Stykkishólm:

valtyrskort

 

 

 

 

 

Kolgrafarfjörður sumarið 2013:

Meira en 50 þúsund tonn af síld drápust í Kolgrafafirði á norðanverðu Snæfellsnesi veturinn 2012-13. Fylgst hefur verið með lifandi og dauðri síld í firðinum undanfarna mánuði og mælingar gerðar á eðlis- og efnaeiginleikum sjávar á svæðinu. Sömuleiðis hefur verið fylgst með áhrifum síldargengdar og síldardauða á fuglalíf. Rannsóknir vantaði hins vegar á lífríki botns og fjara eftir síldardauðann. Viðbúið er að hann hafi haft mikil áhrif á margar tegundir og skolaði t.d. talsvert af dauðum botndýrum á land fyrr í vetur. Í þessu verkefni er verið að kanna lífríki botns og fjara í Kolgrafafirði. Tekin voru sýni sumarið 2013 og verða þau borin saman við sams konar gögn sem safnað var vegna mats á umhverfisáhrifum þverunar Kolgrafafjarðar (Agnar Ingólfsson 1999). Engar rannsóknir eru til við sambærilegar aðstæður og nú ríkja í Kolgrafafirði en norsk rannsókn á afleiðingum dauða nokkur hundruða tonna af síld í norskum firði sýndi að áhrifin voru mikil og lífríki botns var um þrjú ár að jafna sig. Tekin voru botnsýni á sjö stöðvum í Kolgrafafirði og tveimur stöðvum í Urthvalafirði, auk botnsýna við Lyngey og Lundaklett.  Þá voru tekin fjörusýni á 23 stöðvum í Kolgrafafirði.

 

Fyrirlestrar / Lectures:

Valtýr Sigurðsson, Jón Einar Jónsson, Róbert A. Stefánsson, Erla Björk Örnólfsdóttir, Guðmundur Víðir Helgason. 2015. Áhrif síldardauða á lífríki sjávarbotns í Kolgrafafirði. Líffræðiráðstefnan, Reykjavík 5. til 7. Nóvember.

Valtýr Sigurðsson, Jón Einar Jónsson, Róbert A Stefánsson, Árni Ásgeirsson & Jörundur Svavarsson. 2014. Áhrif síldardauða á lífríki hafsbotns í Kolgrafafirði. Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2014 í Hörpu 31. október.

Veggspjöld / Posters:

Valtýr Sigurðsson, Róbert A. Stefánsson, Jón Einar Jónsson, Árni Ásgeirsson & Jörundur Svavarsson. 2014. Áhrif síldardauða á botndýralíf í Kolgrafafirði. Vistís, Ráðstefna Vistfræðifélags Íslands. Reykjavík, 2. Apríl.

Valtýr Sigurðsson, Róbert A. Stefánsson, Jón Einar Jónsson, Árni Ásgeirsson & Jörundur Svavarsson. 2013. Áhrif síldardauða á botndýralíf í Kolgrafafirði. Líffræðiráðstefnan, Reykjavík, 8.-9. nóvember.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is