Sögur að norðan - opin kynning í Hnyðju

Opin kynning á verkefninu Sögur að norðan (e.Stories from the North), verður haldin í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18. Sögur að norðan er norrænt samstarfsverkefni sem Grunnskólinn á Hólmavík og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa taka þátt í. Það snýst um stafræna miðlun sagna ungs fólks á norðurslóðum. 

Á kynningunni í Hnyðju, sem er opin öllum sem áhuga hafa, munu Salvör Aradóttir og Ólafur Hrafn Júlíusson frá verkefninu Stafrænar sögur hjá ReykjavíkurAkademíunni kynna aðferð stafrænna sagna og sýna dæmi um stafrænar sögur. Einnig verður verkefnið Sögur að norðan kynnt vel og vandlega.

Viðburðurinn tekur um það bil klukkustund.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is