Handritalestur

Mikið er til af persónulegum heimildum tengdar Ströndum í handritasöfnum. Hér er ætlunin að standa fyrir tilraunaverkefni um uppskriftir á slíkum heimildum. Öll sem vilja mega taka þátt í þessum uppskriftum. Verkefnið er samvinnuverkefni Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum og Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns sem er að ljósmynda fleiri handrit fyrir okkur til að vinna í. 

Sighvatur Borgfirðingur og dagbókin hans

Handrit Sighvatur

Ætlunin er að hita upp fyrir erfiðari verkefni með því að skrifa upp hluta af dagbók Sighvatar Grímssonar Borgfirðings fyrir árin 1869-1873, en þá bjó hann á Klúku í Bjarnarfirði. Skriftin hans er auðlæsileg miðað við 19. aldar skrift.  

Hér á eftir eru tenglar inn á hvert ár í dagbókinni hans á vefnum handrit.is. Líklega er best að hafa tvo glugga opna til að vinna í uppskriftinni, annað hvort uppi og niðri á sama skjá eða þá á sitt hvorum skjánum ef fólk hefur tvo skjái. Annan gluggann með Google.doc skjalinu og hinn með mynd af handritinu á handrit.is. 

Hér er tengill inn á google.doc skjal sem vinnan fer fram í:

Uppskrift á 5 árum í dagbók Sighvatar Grímssonar Borgfirðings

Ykkur er velkomið að vinna að uppskriftinni hvaða ár og mánuð sem er, ekki er nauðsynlegt að byrja fremst. Það er ekki ætlast til að þið skrifið upp stafrétt. Ef þið getið ekki lesið einstök orð setjið þá þrípunkt ... í uppskriftina í staðinn fyrir orðið, næsti getur kannski leyst gátuna: 

1869 - Dagbók Sighvatar Borgfirðings

1870 - Dagbók Sighvatar Borgfirðings

1871 - Dagbók Sighvatar Borgfirðings

1872 - Dagbók Sighvatar Borgfirðings

1873 - Dagbók Sighvatar Borgfirðings

Gangi ykkur vel :) Þið megið öll skoða afraksturinn og stöðu mála við uppskriftina hvenær sem er. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is