Hólmavík - íbúabyggð og ferðamannastaður

Háskóli ÍslandsVerkefnið Hólmavík – íbúabyggð og ferðamannastaður var á dagskránni 2018-2020. Um er að ræða rannsókn og hugmyndavinnu sem unnin er að frumkvæði Rannsóknasetursins og í samvinnu við sveitarfélagið Strandabyggð, Vestfjarðastofu og Sóknaráætlun Vestfjarða.

Tveir starfsmenn unnu hjá setrinu við verkefnið með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2018, Agnes Jónsdóttir þjóðfræðinemi og Guðrún Gígja Jónsdóttir MA-nemi í hagnýtri menningarmiðlun. Afraksturinn var skýrsla sem leit dagsins í sumarlok og var afhent sveitarfélaginu til úrvinnslu í byrjun október 2018. Öruggt má telja að hún kemur Strandabyggð að góðu gagni við undirbúning og skipulag, auk þess að nýtast við fjármögnun verkefna.

Verkefnið snýst um hugmyndavinnu og greiningu á sérstöðu þorpsins á Hólmavík og í framhaldinu umbætur á útivistarsvæðum og almannarýmum í þorpinu, bæði íbúum og ferðafólki til hagsbóta. Haldnir voru íbúafundir um verkefnið á Hólmavík og heilmiklu efni safnað um skoðanir heimamanna. Verkefnið er unnið í samstarfi við sveitarfélagið Strandabyggð sem fékk stuðning frá Styrktarsjóði EBÍ til vinnunar.

Í framhaldinu var svo í samstarfi við Sóknaráætlun Vestfjarða unnið að því að gera uppskrift að aðferðinni, auk þess að setja fram niðurstöðurnar fyrir Hólmavík, svo hægt yrði að ráðast í sambærilegt vinnuferli í öðrum minni þorpum í fjórðungnum. Þeim verkhluta sem er hluti af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða lauk vorið 2020. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is