Hvítabirnir á villigötum

Eitt af þeim mögnuðu rannsóknarverkefnum sem Rannís styrkir á árinu 2019 er verkefni um hvítabirni á villigötum. Bryndís Snæbjörnsdóttir hjá Listaháskóla Íslands er í forsvari fyrir verkefnið. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu verkefni á næstu árum. 

Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Kristinn H.M. Schram hafa báðir unnið að rannsóknum á sviði þjóðsagna- og ímyndafræða sem tengjast hvítabjörnum. Þeir taka þátt í verkefninu ásamt Kötlu Kjartansdóttir, Alice Bower og mörgum öðrum. Rannsóknasetur HÍ á Ströndum er einn af samstarfsaðilum í þessu verkefni og einnig námsbrautin í þjóðfræði við HÍ. Framundan eru greinaskrif, fyrirlestrar, námskeið og fleira. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is