Menningarlandslag, sagnir og örnefni

Á árinu 2019 er dr. Matthias Egeler gestafræðimaður hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum. Hann sérhæfir sig í rannsóknum á örnefnum, sögnum og landslagi og hefur til þess styrk frá þýskum rannsóknasjóðum. Rannsóknasetrið á Ströndum hefur reynt að aðstoða Egeler við rannsóknir sínar af fremsta megni, en innan setursins er talsverð þekking á þessum málaflokki, einkum í héraðinu. 

Vinna með örnefni, sagnir og menningarlandslag á Ströndum hefur lengi verið eitt af viðfangsefnum Jóns Jónssonar þjóðfræðings. Það er því ekki algjör tilviljun að Matthias Egeler hefur valið Strandir sem rannsóknarsvæði í verkefni sínu og Rannsóknasetrið sem samstarfsaðila.

Setrið hefur einnig tekið þátt í öðrum verkefnum sem tengjast þessum fræðum og safnað fróðleik um álagabletti og þjóðsagnastaði á Ströndum úr ólíkum heimildum. 


Álagablettir

Árið 2013 unnu Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson að rannsókn og síðan uppsetningu sögusýningar með listrænu ívafi sem heitir Álagablettir. Sýningin var opnuð í tengslum við þjóðtrúarkvöldvöku á Þjóðtrúardaginn mikla 7. september 2013 (7-9-13). Hún er enn uppi á Sauðfjársetri á Ströndum. Í framtíðarplönum Rannsóknasetursins er gert ráð fyrir frekari rannsóknum og miðlun þess fróðleiks sem safnað var við undirbúning sýningarinnar. 

 

Sögurölt um Dali og Strandir 

Á árunum 2018 og 2019 hefur Rannsóknasetrið tekið þátt í svokölluðu Sögurölti um Dali og Strandir. Það er verkefni sem söfnin á Ströndum og Dölum, Byggðasafn og Héraðsskjalasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum hafa staðið fyrir, og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum og Náttúrubarnaskólinn hafa einnig tekið þátt.

Þessi sögurölt hafa verið mjög vinsæl, en um er að ræða stutta gönguferð þar sem meiri áhersla er lögð á fróðleik, sögur og sagnir, en gönguna sjálfa. Jón Jónsson verkefnastjóri hjá Rannsóknasetrinu var sögumaður í fjórum af þessum söguröltum árið 2018, m.a.Tröllaskoðunarferð í KollafirðiDagbókargöngu að Naustavík við SteingrímsfjörðÞjóðsagna- og sögugöngu í Tröllatungu. Síðan hafa bæst við 5 sögurölt árið 2019, m.a. Sagnarölt við Víðidalsá. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is