Rannsókna-, samstarfs- og miðlunarverkefni

Unnið er að ýmsum rannsóknar- og miðlunarverkefnum á sviði þjóðfræði á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu.

Íslensk þjóðtrú er þar ofarlega á blaði, bæði miðlun og rannsóknir. Eins er unnið að rannsóknum varðandi sögur um förufólk fyrri alda, hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar og tengsl fræða og ferðaþjónustu. Ímynd svæða og sjálfsmynd íbúa í dreifbýli er einnig til skðunar. Sá menningararfur sem felst í gömlum ljósmyndum er til skoðunar í viðamiklu verkefni sem er á byrjunarreit og verið er að byggja upp vefkort um þjóðsagnaslóðir og sögustaði á Vestfjörðum. Dagbækur frá 19. og 20 öld eru einnig til skoðunar. 

Margvíslegt samstarf við listafólk, fræðimenn og menningarstofnanir á Ströndum og á landsvísu er líka ofarlega á verkefnalistanum.

Nánar má fræðast um helstu rannsóknasvið og rannsóknir undir flipunum hér til vinstri. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is