Vestfirska þjóðfræðivefjan

Vefkort sem miðlar þjóðfræði Vestfjarða er í undirbúningi og vinnslu hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu. Mjög lítið er komið á kortið ennþá og allt óyfirfarið, en hugmyndin er að það dekki alla Vestfirði með tíð og tíma. Koma tímar koma ráð. Smellið á rammann í hægra horninu efst til að stækka kortið.

Munurinn á ísbirni og hesti - teikning grunnskólabarna á HólmavíkVefkortið er hugsað til að opna áhugasömum leið til að hagnýta þjóðfræðilega þekkingu í vestfirskri ferðaþjónustu. Einnig sem hjálpartæki fyrir leiðsögumenn og vestfirsk ferðafyrirtæki sem vilja auka gæði í þjónustu sinni. Á vefnum er m.a. sagt frá þjóðsagnaarfi, sögustöðum, náttúruperlum og öðrum áhugaverðum stöðum, rannsóknum fornleifa, þéttbýlisstöðum, kirkjum, markverðum byggingum og menningarlandslagi, bókmenntum sem tengjast svæðinu og Vestfirðingum.  

Vestfirska þjóðfræðivefjan byggir á margvíslegum eldri rannsóknum og ritum, íslenska sagnagrunninum (sagnagrunnur.com) og annarri kortlagningu vestfirskra sögustaða og bókmennta. Vefjan byggir einnig á grunnvinnu sem unnin var á vegum Sögusmiðjunnar um og eftir aldamótin 2000 og ljósmyndum frá fyrirtækinu. Jón Jónsson er ritstjóri Vestfirsku þjóðfræðivefjunnar.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is