Viðburðir og verkefni

2020:

Draugagangur á galdraganginum sumarið 2020

Í maí 2020 var spjaldasýningin Skemmtilegt er myrkrið! sem Rannsóknasetrið stendur fyrir, opnuð á ganginum á Galdrasýningu á Ströndum. Þar verður sýningin í sumar, ferðafólki sem á leið um Strandir til skemmtunar. Verkefnið er hluti af Vestfirsku þjóðtrúarfléttunni sem er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingar eiga heiðurinn af sýningunni, hönnun og textum, en Sunneva Guðrún Þórðardóttir listakona sá um myndskreytingar. 

 

Erindi á ársfundi Rannsóknasetranna

Ársfundur Rannsóknasetra HÍ á Ströndum var haldinn í fjarfundi árið 2020, út af svolitlu. Erindin sem flutt voru á þessum fundi áttu að tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með einum eða öðrum hætti. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum flutti kynningu á fundinum sem hafði yfirskriftina: Milliliðalaust samband við fortíðina. Tengingin við heimsmarkmiðin var fyrst og fremst við markmið 1, 2 og 4 þar sem veröldin sameinast gegn fátækt og hungri og leitast við að tryggja rétt fólks til að lifa við heilsusamlegar aðstæður.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is