Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum, í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða, hlaut 2.200.000kr styrk við fyrstu úthlutun Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða. Styrkurinn verður nýttur til að koma upp sérhæfðri rannsóknaaðstöðu þar sem hægt verður að setja upp tilraunir á áhrifum umhverfisþátta, t.d. hitastigs, á sjávarlífverur. Rannsóknaraðstaðan er umtalsverð viðbót við þann tækjakost sem nú er til staðar hjá Rannsóknasetrinu og mun strax nýtast vel. Nú í haust hefst t.d. nýtt rannsóknarverkefni á náttúrulegum sveigjanleika í vistvali þorskseiða.

 

Rétt er að benda á að aðstaðan verður opin öllum háskóla og rannsóknastofnunum á Vestfjörðum, m.a. vegna verkefna rannsóknanema, og verður hún vonandi vel nýtt.

 

Myndin sýnir hluta þess búnaðar sem verður keyptur og er tekin af síðu loligosystems.com.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is