Fyrrum starfsmenn og nemar

 

Vigfús Eyjólfsson jarðfræðingur sinnti umsjá gagnagrunna í hlutastarfi 2010-2012.

Sara Pardal líffræðingur var aðstoðarmaður við rannsóknir sumarið 2013.

Holger Páll Sæmundsson líffræðingur var aðstoðarmaður við rannsóknir sumarið 2013.  

Böðvar Þórisson lauk meistaranám við setrið 2013. Verkefni hans fjallaði um lýðfræði og farvistfræði sandlóu

Borgný Katrínardóttir starfaði sem aðstoðarmaður við rannsóknir sumarið 2009 og lauk svo meistaranámi 2012. Meistaraverkefnið var um búsvæðaval og lýðfræði spóa.

Brynja Davíðsdóttir lauk meistaranámi við setrið 2013. Verkefnið bar saman áhrif og árangur mismunandi aðferða við að græða upp land, fyrir dýralíf.

Elke Wald stundaði rannsóknir á þróun landnotkunar á Suðurlandi frá 1900 til 2010 til meistaraprófs og útskrifaðist 2012.

Freydís Vigfúsdóttir lauk doktorsnámi frá University of East Anglia 2013 en það fjallaði um stofnvistfræði kríu.

Heiða Gehringer starfaði við setrið með hléum 2009-2011 við greiningar á smádýrum og gagnavinnslu. Hún lauk svo meistaranámi vorið 2013 en verkefnið fjallaði um dýralíf í nágrenni Heklu.

Helgi Guðjónsson stundaði rannsóknir á varpvistfræði grágæsa víða um land og lauk meistaraverkefni sínu vorið 2014. 

 

Starfsmenn setursins hafa átt þátt í leiðbeiningu nemenda sem hafa þó haft aðal bækistöð annars staðar: 

Ester Rut Unnsteinsdóttir Lauk doktorsnámi vorið 2014 en verkefnið fjallaði um vistfræði hagamúsar.

Aðalsteinn Örn Snæþórsson rannsakaði lýðfræði rjúpu til meistaraprófs og útskrifaðist 2012.

Þórður Örn Kristjánsson er í doktorsnámi og stundar rannsóknir á æðarfugli.  

 

Erlendir Vísindamenn

Á hverju sumri kemur nokkur fjöldi vísindamanna til rannsókna á Íslandi í samstarfi við starfsfólk setursins. Manndagar þeirra við rannsóknir eru oft í kringum 400 á sumri. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is