Ráðstefna um landnotkun á Íslandi 2010

Fimmtudaginn 28. janúar 2010, héldu Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi (áður nefnt Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi) og Háskólafélag Suðurlands ráðstefnu um landnotkun. Markmið ráðstefnunnar var að veita áhugasömum víðtækt yfirlit yfir nokkur helstu málefni landnotkunar með yfirlitserindum. Margir af helstu sérfræðingum landsins á sviði landnotkunar voru með framsögu og vel á annað hundrað gestir voru á ráðstefnunni. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra setti ráðstefnuna og gaf greinargott yfirlit yfir mikilvægi landnotkunarmála.

Ráðstefnan var tvískipt. Í fyrri hlutanum var rammi landnýtingar ræddur eins og hann birtist í manngerðum reglugerðum og dreifingu jarðvegs og vatns sem eru óumdeilanlega grunnur flestra gerða landnýtingar. Í seinni hlutanum voru þematengd erindi þar sem fulltrúar viðamikilla flokka landýtingar sögðu frá. Atli Harðarson heimspekingur dró efni ráðstefnunnar saman í lokin og fundarstjóri var Sigurður Sigursveinsson frá Háskólafélagi Suðurlands.

Óðinn Burkni Helgason frá Landgræðslu ríkisins sá um tæknilegar lausnir á ráðstefnunni. Ásta Sif Erlingsdóttir, Ásta Vigdís Jónsdóttir, Ástríður Guðlaugsdóttir og Úlfar Kristinn Gíslason frá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands aðstoðuðu með skráningar og undirbúning. Öllu þessu fólki er þakkað kærlega fyrir hjálpina.

Hér að neðan má finna glærur úr fyrirlestrum ásamt útdráttum úr efni þeirra.

Rammi landnotkunar

Landnotkun og Skipulagsáætlanir (glærur, útdráttur) - Stefán Thors, Skipulagsstofnun.

Evrópusambandið og landnotkun (glærur) - Ingimar Sigurðsson, Umhverfisráðuneyti

Náttúruvernd (glærur) - Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Háskóla Íslands

Þjónusta vistkerfa (glærur, útdráttur) - Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskóla Íslands

Dreifing vatnsauðlindarinnar, vatnatilskipunin (glærur) - Árni Snorrason, Veðurstofu Íslands

Jarðvegur á Íslandi (glærur) - Ólafur Arnalds, Landbúnaðarháskóla Íslands

Þematengt efni

Orkuvinnsla (glærur, útdráttur) - Sveinbjörn Björnsson, fyrrv. rektor Háskóla Íslands

Landbúnaður (glærur, útdráttur) - Áslaug Helgadóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Landgræðsla (glærur, fyrirlestur) - Sveinn Runólfsson og Anna María Ágústsdóttir, Landgræðslu ríkisins

Skógrækt (glærur, útdráttur) - Þröstur Eysteinsson, Skógrækt ríkisins

Mismunandi búsetumynstur (glærur, útdráttur) - Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

Frístundabyggðir (glærur) - Kristín Salóme Jónsdóttir, Umhverfisstofnun

Ferðaþjónusta (glærur) - Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastofu

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is