Um Rannsóknasetrið

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi var stofnað vorið 2009. Setrið er eitt rannsóknasetra Háskóla Íslands sem staðsett eru á landsbyggðinni. Setrin heyra undir Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands.

 

Rannsóknasetrin á landsbyggðinni sinna fjölbreyttum verkefnum eftir landsháttum og rannsóknaáherslum á hverjum stað. Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi hefur rannsóknir á landnotkunarmálum að megin viðfangsefni. Suðurland er mjög hentugur vettvangur til slíkra rannsókna. Þar eru landbúnaður og orkuvinnsla viðamikil og náttúruöflin sníða umsvifum og mannlífi á svæðinu stakk. Nálægð við þéttbýlið á SV-horninu hefur mikil áhrif á landshætti, t.d. hvað varðar ferðaþjónustu og sumarhúsabyggðir. Í þessari sérstöðu Suðurlands felast fjölmörg tækifæri en jafnframt vandamál. Við Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi eru stundaðar rannsóknir sem auka þekkingu á fjölbreyttum landnotkunarmálum og bæta grunn ákvarðanatöku. 

Dráttarvél í túni, heyvinna

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is