Hlutverk og Starfsemi

Meginhlutverk Rannsóknasetursins er að efla rannsókna- og fræðastarf Háskóla Íslands á Suðurnesjum með því:

  • að stuðla að margvíslegri háskólakennslu á Suðurnesjum, eftir því sem kostur er, í tengslum við grunn- og framhaldsnám, og stuðla að því að haldin verði norræn og/eða alþjóðleg námskeið í Háskólasetrinu,
  • að efla tengsl skora, deilda og stofnana Háskóla Íslands og tengsl annarra íslenskra rannsóknastofnana við atvinnu- og þjóðlíf á Suðurnesjum,
  • að efla, í samvinnu við rannsóknastofnanir og háskóla, rannsóknir á náttúru Suðurnesja og á náttúru Íslands, og
  • að stuðla að auknum rannsóknum á hverju því viðfangsefni, sem vert er að sinna á Rannsóknasetrinu.

Forstöðumaður er dr. Halldór Pálmar Halldórsson.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is