Lifnaðarhættir blettahníðings

Eins og undanfarin ár hefur Marianne Rasmussen og samstarfsmenn frá Syddansk Universitet í Óðinsvéum, stundað rannsóknir á blettahníðingi. Sandgerði er einn af bestu stöðum í heiminum til að stunda rannsóknir á þessu smáhveli, en blettahníðingur er mjög algengur í Faxaflóa og út af Reykjanesi yfir sumarmánuðina. Rannsóknir Marianne hafa verið ákaflega fjölbreytilegar, en að þessu sinni er áhersla lögð á heyrn og hljóðmerki, sem blettahnýðingur beitir við samskipti og við fæðuöflun. Einnig tókst í sumar að koma sendi á einn blettahnýðing, þannig að unnt verður að fylgjast með ferðum hans í framtíðinni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is