Rannsóknir á líffræði marglyttna við Ísland

Á nálægum hafsvæðum Íslands virðist fjöldi marglyttna og marglyttutorfa hafa verið að aukast nokkuð undanfarin ár samhliða hlýnun sjávar. Þessir atburður og aukinn skilningur manna á mikilvægi marglyttna í samfélögum uppsjávarins hefur orðið tilefni aukinna rannsókna á marglyttum á nálægum hafsvæðum. Fyrri rannsóknir á marglyttum hér við land fóru fram á árunum milli 1930 og 1940. Því er ljóst að þekking á marglyttum hér við land er komin til ára sinna og þörf á nýjum upplýsingum um líffræði og útbreiðslu þeirra.

Sumarið 2007 hófust rannsóknir á líffræði marglyttna við Ísland. Guðjón Már Sigurðsson vann meistararitgerð sína (sjá hér) á tímabilinu 2007-2009, fjallaði hún um marglyttur við Ísland með sérstakri áherslu á tegundirnar bláglyttur (Aurelia aurita) og brennihvelju (Cyanea capillata).

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is