Sumarstarf við fornleifarannsóknir

Laust er til umsóknar sumarstarf styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Aðalmarkmið verkefnisins er að mæla upp með fornleifafræðilegri aðferðafræði minjar eftir veru norskra hvalveiðimanna á Vestfjörðum frá seinni hluta 19. aldar. Í þeim tilgangi verður unnið á völdum stöðum á Vestfjörðum en verkefnið er hluti stærra verkefni sem hefur það að markmiði að kanna hvalveiðar útlendinga við Ísland á tímabilinu 1700 - 1900.

Gerð er krafa um að umsækjandi sé háskólanemi í grunn- eða meistaranámi. Æskilegt er að viðkomandi stundi nám í fornleifafræði. Þægilegt viðmót, jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er áskilin.

Umsóknir og fyrirspurnir beinist til Ragnars Edvardssonar, fornleifafræðings hjá Rannsóknasetri HÍ á Vestfjörðum, í tölvupósti (red@hi.is). Umsóknarfrestur er til 10. maí.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is