Það helsta frá nýliðnu sumri á Húsavík

 

Líkt og síðustu ár, var sumarið á Húsavík afkastamikið og skemmtilegt og er því ekki úr vegi að rifja upp það helsta frá nýliðnu sumri.


Hingað komu yfir 10 nemar til að vinna að rannsóknaverkefnum; starfsnemar, BA- og mastersnemar.

 

Sumarnámskeið HÍ, Studying Marine Mammals in the Wild var haldið við góðan orðstír dagana 7. - 16. júní og tóku alls 18 nemendur, frá hinum ýmsu löndum, þátt.

 

         

 

Upptökur á hljóðum steypireyða með tilliti til umhverfishljóða hófust í Skjálfandaflóa 18. júní og stóðu til 6. júlí. Upptökur gengu vonum framar, en þátttakendur í verkefninu komu ma. frá Danmörku, Þýskalandi og Belgíu. Vonast er til að framhald verði á verkefninu sumarið 2016.

 

Árleg Hvalaráðstefna var haldin í samstarfi við Hvalasafnið á Húsavík og var dagskráin vel sótt.

 

Framhald var á söfnun og skráningu gagna vegna rannsóknar á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum en 500 erlendir ferðamenn svöruðu spurningakönnun þar að lútandi.

Charla Basran hóf doktorsnám við setrið, en verkefni hennar snýr að rannsókn, áhættumati og skaðaminnkun á netadauða hnísa og annarra smáhvela og því þegar stærri hvalir flækjast/festast í veiðarfærum.

10. júlí hélt Marianne út til Þýskalands, þar sem hún dvaldi í mánuð við þátttöku í rannsókn á áhrifum vindmyllugarðs á sjávarspendýr.

Og nú síðast í lok ágúst hélt Marianne til Grænlands til þátttöku í hvalatalningarverkefni og mun dvelja þar í mánuð.

Það er því óhætt að segja að verkefnin hafi verið bæði fjölbreytt og spennandi þetta sumarið, en verkefnatíðinni er þó hvergi nærri lokið, því enn dvelja fjórir starfsnemar við setrið.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is