Um stofnunina

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsóknastofnun sem heyrir undir háskólaráð. Rannsóknir   eru   meginverkefni   Stofnunar   rannsóknasetra   Háskóla Íslands  og  rannsóknasetra  háskólans  víðs  vegar  um  landið.  Viðfangsefnin  eru  fjölbreytt  en  á  meðal  þeirra  eru  lífríki  hafsins,  umhverfi  og landnýting,  hvalir,  fiskar  og  fuglar,  ferðamál,  bókmenntir,  sagnfræði, fornleifafræði og þjóðfræði. Stofnunin byggist á rannsóknasetrum Háskóla Íslands sem eru faglega sjálfstæðar einingar.

Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Markmið stofnunarinnar er enn fremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er Sæunn Stefánsdóttir.

Birna Gunnarsdóttir verkefnisstjóri hjá Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands sinnir stjórnsýslustörfum fyrir stofnunina.

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands var sett á fót 2001 með stofnun Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Haustið 2018 eru rannsóknasetrin níu talsins á 10 starfsstöðvum um landið.

""

Myndina tók Tómas Grétar Gunnarsson.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is