Upptaka af málþinginu - Hvert er hlutverk hvala í lífríkinu?

Komin er á netið upptaka af málþinginu Hvert er hlutverk hvala í lífríkinu? sem fram fór 27. apríl sl. Vísindamenn Háskóla Íslands vinna að ýmsum rannsóknum tengdum hvölum en þar má nefna samskipti hvala og lifnaðarhætti þeirra, hvalveiðar og hvalaskoðun. Þessi stærstu spendýr jarðar og hlutverk þeirra í lífríkinu voru til umræðu á málþinginu sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík og franska sendiráðið á Íslandi stóðu fyrir. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir á málþinginu.

Meðal fyrirlesarana var Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, sem fjallaði um hljóðumhverfi hafdjúpanna og hvernig hegðun hvala getur gagnast öðrum tegundum. 

Joe Roman, rannsóknarprófessor við Rubenstein-náttúruvísindaskólann ræddi rannsóknir sínar á vistfræði stórhvala og hvernig fjölgun hvala getur endurreist lífríki sjávar. Og þá fjallaði Gísli Víkingsson, sérfræðingur í uppsjávarlífríki hjá Hafrannsóknastofnun, um vistfræðilegt hlutverk hvala sem rándýra og bráðar í vistkerfi hafsins, sem er mjög mismunandi eftir hafsvæðum. 

Upptökuna má finna hér. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is