Verndun sjávar og griðarsvæði - ráðstefna 22. febrúar

Verndun sjávar og griðarsvæði er áleitið viðfangsefni sem verður til umfjöllunar á ráðstefnu í Hvalasýningunni á Granda, fimmtudaginn 22. febrúar nk. frá kl. 13:00 til 17:00. 
 
Sérstakir gestir og fyrirlesarar eru Ben Haskell, stjórnandi Stellwagen Bank griðarsvæðisins í Massachusetts í BNA, og Marc Richir, sérfræðingur ESB í málefnum hafsins. 
 
Aðrir fyrirlesarar eru Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Húsavík, Gísli Víkingsson, yfirmaður hvalarannsókna hjá Hafrannsóknarstofnun, og Huld Hafliðadóttir, verkefnastjóri hjá Hvalasafninu á Húsavík. Nánar má lesa um fyrirlesarana hér. 
 
Aðgangur er ókeypis og í boði eru léttar kaffiveitingar. Í lok ráðstefnunnar verður mótttaka í boði IFAW samtakanna í Hvalasýningunni.
 
Allir eru velkomnir. 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is