Rannsóknir

The emphasises of the Research Centre of the Westfjords is on coastal and marine resources and resource use. We encourage students and scientist who are interested in conducting research in the Westfjords to contact us

Rannsóknaverkefni setursins eru fjölbreytileg og tengjast sérhæfingu starfsfólks og nema hverju sinni. Megináhersla í rannsóknum setursins er þó á auðlindir sjávar í breiðum skilningi. Rannsóknarverkefnin eru að jafnaði fjármögnuð með styrkjum frá stórum og smáum rannsóknarsjóðum, breytileiki í verkefnum getur því verið mikill og fjölmörg misviðamikil verkefni í gangi. Við hvetjum nemendur eða vísindamenn sem hafa áhuga innan rannsóknasviðs setursins, eða vilja stunda eigin rannsóknir á Vestfjörðum, til að hafa samband við starfsfólk setursins.

 

Við bendum sérstaklega á að boðið er upp á þátttöku nemenda og sjálfboðaliða í reglubundnum rannsóknum setursins á þorskseiðum á uppeldisstöðum, sem fara fram á haustmánuðum, og er möguleiki á að fá þátttöku í rannsóknunum metna til eininga innan Háskóla Íslands.                                                                                    

Helstu núverandi rannsóknaverkefni eru eftirfarandi: 

Söguleg samsetning þorskstofnsins. Við notum erfðaefni og efnasamsætur úr þorskbeinum af yfirgefnum verstöðvum til að meta stofnsamsetningu og fæðuvistfræði þorsks fyrr á öldum. 

Vistfræði þorskseiða. Við rannsökum þá þætti sem hafa áhrif á lifun þorskseiða um og eftir botntöku og fram eftir fyrsta vetri m.a. fæðunám, áhrif hita og samkeppni.

Verslun og hvalveiðar útlendinga við Ísland á 17. og 18. öld. Við rannsökum veru og starfsemi útlendinga á Íslandi á tímum einokunar og áhrif þeirra á íslenskt samfélag.

Fornleifarannsóknir neðansjávar. Við rannsökum neðansjávarfornleifar með tilliti til aðferðafræðilegrar nálgunar, en einnig til að nálgast upplýsingar um verslunarsögu og atvinnuhætti tengda sjávarauðlindum.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is