Um Rannsóknasetrið

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum er faglega sjálfstæð eining sem heyrir undir Stofnun rannsóknasetra Háskólans. Því er ætlað að vera vettvangur fyrir samstarf Háskólans við sveitarfélög á Vestfjörðum, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Meginhlutverk þess er að efla rannsókna- og fræðastarf Háskóla Íslands á Vestfjörðum, í samvinnu við rannsóknastofnanir og háskóla, einkum rannsóknir á náttúru, atvinnu- og menningarsögu Vestfjarða. Þá er setrinu ætlað að stuðla að margvíslegri háskólakennslu eftir því sem kostur er og stuðla að því að haldin verði norræn og/eða alþjóðleg námskeið.

 

Rannsóknaverkefni setursins eru fjölbreytileg og tengjast sérhæfingu starfsfólks og nema hverju sinni. Megináhersla í rannsóknum er á auðlindum sjávar í breiðum skilningi.

 

Forstöðumaður setursins er dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is