Vísindakaffi á Ströndum: Menningararfur í myndum

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa tekur þátt í Vísindavöku Rannís með því halda Vísindakaffi fimmtudaginn 26. sept. kl. 20:00. Viðburðurinn er haldinn á Kaffi Kind á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum og boðið er upp á kaffi á meðan á viðburðinum stendur.

Á Vísindakaffinu kynna verkefnastjórarnir Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson nýtt og viðamikið rannsókna- og miðlunarverkefni á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Verkefnið ber yfirskriftina Menningararfur í myndum og snýst um gamlar ljósmyndir, söfnun þeirra, varðveislu og miðlun. Sagt verður frá þeirri vinnu sem framundan er, verkþáttum og samstarfsaðilum, sem eru söfn og menningarstofnanir í héraðinu og á landsvísu.

Öll sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomin á Vísindakaffið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is