Húsavík

Um okkur

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík var stofnað haustið 2007 og hófst þá rannsóknastarfsemi þess. Setrið var formlega opnað 4. desember 2008 við hátíðlega afhöfn í nýjum húsakynnum að Hafnarstétt 3, Húsavík. Við setrið eru stundaðar rannsóknir á sjávarspendýrum, einkum hvölum, auk rannsókna í ferðaþjónustu. Á vegum Rannsóknaseturins er mikil samvinna við háskóla og stofnanir hérlendis og erlendis, bæði um rannsóknir og kennslu. Forstöðumaður Rannsóknseturs Háskóla Íslands á Húsavík er dr. Marianne Helene Rasmussen líffræðingur og sérfræðingur í sjávarspendýrum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is