Ráðgefandi nefnd

Skv. reglum Stofnunar rannsóknasetra HÍ skipar háskólaráð stofnuninni fimm manna ráðgefandi nefnd til þriggja ára í senn. Hlutverk nefndarinnar er að vera háskólaráði, rektor og forstöðumanni til ráðgjafar um stefnumarkandi ákvarðanir og viðfangsefni stofnunarinnar og hafa almenna yfirsýn yfir starfsemina.

Nefndina skipa:

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, formaður.

Guðrún Á. Jónsdóttir, fulltrúi háskólanáms og rannsókna við Austurbrú.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. 

Jörundur Svavarsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ.

Tómas Grétar Gunnarsson, vísindamaður og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi. 

 

Myndina tók Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Háskóla Íslands, á vinnufundi starfsfólks rannsóknasetra HÍ í tengslum við ársfund Stofnunarinnar 2017. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is