Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi tók til starfa 2009.  Meginviðfangsefni setursins er landnýting í víðum skilningi en á Suðurlandi eru kjöraðstæður fyrir rannsóknir á því sviði og mikil þörf á bættum grunni þekkingar vegna fjölbreyttra landnýtingarmála.

Forstöðumaður setursins er dr. Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur og er hann eini fastráðni starfsmaðurinn.  Nokkrir meistara- og doktorsnemar  vinna rannsóknir sínar í tengslum við setrið og vísindamenn frá erlendum háskólum og vísindastofnunum hafa unnið að verkefnum í samvinnu við það.

Setrið hefur tvær starfsstöðvar. Önnur er á Selfossi, í Glaðheimum við Tryggvagötu, þar sem háskólasetrið deilir húsnæði með Háskólafélagi Suðurlands og Fræðsluneti Suðurlands. Hin starfsstöðin er í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum.  Sveitarfélagið Árborg og Landgræðslan hafa stutt dyggilega við stofnun Háskólasetursins.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu setursins.

""

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is